Fuglahundadeild mynd 16
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7571562

Fuglahundadómarar


Deila
Fuglahundadómarar fyrir tegundahóp 7


Eitt meginhlutverk Fuglahundadeildar HRFÍ er að halda veiðipróf til að meta hæfni og getu hunda með tilliti til ræktunar. Á veiðiprófum dæma fuglahundadómarar sem viðurkenndir eru af HRFÍ.

Til þess að öðlast dómararéttindi þurfa þeir sem teknir hafa verið til dómaranáms að leggja stund á krefjandi nám undir leiðsögn bæði innlendra og erlendra dómara. Dómaranemar geta vænst þess að geta gengið til prófs eftir tveggja ára nám hið minnsta.

Um dómaranám gilda sérstakar reglur sem nálgast má hér á síðunni, eða með því að smella hér.  

Fuglahundadómarar dæma eftir Veiðiprófsreglum fyrir tegundahóp 7 sem finna má hér á síðunni undir hlekknum Veiðipróf, eða með því að smella hér. 


Íslenskir  fuglahundadómarar

HRFÍ hefur viðurkennt sjö íslenska dómara til að dæma standandi fuglahunda.

Fyrstu þrír mennirnir sem hlutu árið 1996 viðurkenningu HRFÍ sem dómarar fyrir standandi fuglahunda voru:

  • Guðjón S. Arinbjörnsson - 509601.
  • Erlendur Jónsson - 509602. - Látinn
  • Ferdinand Hansen - 509603. - Hættur
Árið 2004 voru útskrifaðir tveir nýjir fuglahundadómarar:

  • Sigurður Benedikt Björnsson - 500401. -Hættur
  • Pétur Alan Guðmundsson - 500402.
Árið 2008 var einn útskrifaður fuglahundadómari.
  • Egill Bergmann - 500801. - Hættur

Árið 2011 var einn útskrifaður fuglahundadómari.

  • Svafar Ragnarsson - 501101.

Árið 2022 var einn útskrifaður fuglahundadómari.

  • Einar Kaldi Örn Rafnsson - 502201.