Stjórn Fuglahundadeildar ákvað í ársbyrjun 2007 að birta allar fundargerðir stjórnarfunda og félagsfunda frá og með áramótum 2006 og 2007. Þetta var ákveðið með það í huga að gera störf og ákvarðanir stjórnar deildarinnar sýnilegri félögum deildarinnar, sem og öðrum þeim sem áhuga hafa á starfsemi hennar.
Fundargerðir stjórnar má nálgast undir hlekknum „Fundargerðir“, en undir hlekknum „Ársskýrslur“ má nálgast ársskýrslur stjórna Fuglahundadeildar og forvera hennar, Veiðihundadeildar, allt frá árinu 2004.
|