Fuglahundadeild mynd 10
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7311042

Reglur um dómaranám


Deila

Reglur og leiðbeiningar um dómaranám fyrir

fuglahundadómara


1) Almennar kröfur um hæfni dómaranema.


a. Góður persónuleiki til mannlegra samskipta.
b. Löng veiðireynsla, staðfest með vottorði frá veiðistjóra um árafjölda sem veiðikort hafa verið greidd og vera með skotvopnaleyfi.
c. Hafa þjálfað og leitt hunda til einkunnar á veiðiprófi.
d. Hafa þjálfað og leitt hund til 1.OF. á veiðiprófi.
e. Hafa verið þátttakandi í öllum flokkum á veiðiprófi UF, OF og KF.
f. Reynsla sem prófstjóri við skipulagningu veiðiprófa og nokkra ára þátttaka í veiðiprófum.
g. Vera félagi í HRFÍ

Athugasemdir: Leiðbeiningunum er raðað eftir áherslum. Þetta þýðir að persónuleika viðkomandi skal meta sérstaklega. Eiginleikar eins og heiðarleiki, ráðvendni og hæfileiki til að tileinka sér þekkingu er þess vegna algjör forsenda þess að mælt sé með viðkomandi umsækjanda. Dómararáð tilnefnir dómaranema og er að fullu ábyrgt fyrir meðmælum sínum. Þegar efi er um ágæti upplýsinga eða dómararáð þekkir ekki til viðkomandi umsækjanda skal dómararáð afla sér staðfestinga um réttleika þeirra. Það eru engin aldurstakmörk dómaranema en það skal metast hverju sinni. Það er ekki alltaf skynsamlegt að útskrifa dómara sem er eldri en 55 ára. Þess vegna skal hverju sinni meta aldur, líkamlegt- og andlegt ástand ásamt líkum á árafjölda viðkomandi sem dómara. Mælt er með að 10 ár sé æskilegt lágmarks viðmiðun. Greiðsla á veiðikorti á að staðfesta að viðkomandi er virkur veiðimaður.

2) Val á nemum, tilnefning ræktunardeilda og svæðisfélaga.

a. Stjórn HRFÍ tilnefnir í dómararáð.

b. Í dómararáði HRFÍ skulu vera 3 reyndir veiðiprófsdómarar.

c. Dómararáð gerir tillögur til stjórnar HRFÍ um einstaklinga sem hefja dómaranám.

d. Deildir og svæðafélög geta komið með ábendingar og meðmæli til dómararáðs um dómaranema.

Athugasemdir: Dómararáð HRFÍ er ábyrgt fyrir tilnefningu um dómaranema. Val nema skal byggjast á persónulegum kynnum af viðkomandi eða meðmælum frá stjórnum ræktunardeilda. Dómararáð skal leita umsagnar og meðmæla ef þeir eru ekki persónulega kunnir viðkomandi. Það á að tryggja að þeir sem ekki eru taldir hæfir til tilnefningar heima fyrir geti ekki fengið tilnefningu gegnum aðra deild eða svæðafélag. Dómararáð hefur engar skildur til að mennta dómaranema út frá meðmælum annara, hvorki einstaklinga, deilda né svæðafélaga ef það telur viðkomandi ekki uppfylla hæfniskröfur. Það samræmist ekki markmiðunum að auglýst sé eftir dómaranemum.

3) Undirbúningur náms

Dómararáðið ber ábyrgð á grunnnámi nemandans samkvæmt þessum reglum. Í upphafi námsins skal liggja fyrir námsáætlun fyrir nýnema.

Í upphafi námsins skal halda námskeið í:

a. veiðiprófreglum og hugtökum, bæði vettvangs- og sækivinnu.
b. notkun á umsagnarblaði og áherslur við munnlegar umsagnir.
c. eðlislægum og áunnum eiginleikum fuglahunda.

4) Skipulag og þjálfun á námstímanum

a) Dómararáð skal skipuleggja námið þannig að nemarnir fái þjálfun í:

  • fræðilegum efnum.
  • vinnu dómarans á fjalli 
  • vinnu dómara við sækivinnu 
  • að skrifa umsagnir. 
  • að flytja munnlegar umsagnir

b) Tveggja daga samveru dómaranema og dómararáðs í lok námstíma samkvæmt lið 7 lokapróf.

5) Námstími

Námið tekur yfir langan tíma.

Stysti námstími er tvö ár. Þetta er nauðsynlegt til að:

1. Dómararáð hafi nægilegan tíma til að kynnast framferði og hæfileikum nemans.

2. Dómararáð hafi tíma til að uppfræða og þjálfa nemann í hlutverk dómarans.

Námsefni er:

· Dómarahandbókin (Veiðiprófsreglur með athugasemdum dómararáðs)

· Fuglahundens ABC og D

· Den glade fuglehund.

Neminn leggur sér sjálfur til námsefnin fyrir utan dómarahandbókina. Það skal gera áætlun um verkefni og próf á hverjum tíma.

Á námstímanum skulu nemarnir hafa gengið með reyndum dómurum og dæmt að minnsta kosti:

· 2 sinnum UF

· 2 sinnum OF

· 2 sinnum KF

· 2 sinnum sækiprófi í unghundaflokki

· 2 sinnum í sækiprófi í opnum flokki.

Það er æskilegt að dómaranemar gangi sem oftast með sem aðstoðardómarar í öllum flokkum.

Dómaranemar skulu færa í dagbók námskeið, æfingar og próf sem þeir vinna að á námstímanum og skulu fulltrúar HRFÍ / ræktunardeilda / fyrirlesarar/ dómarar við viðkomandi atburði kvitta í bókina því til staðfestingar.

Athugasemdir: Vinna nemanna í veiðiprófum á að vera þeim þjálfun og gefa þeim raunverulega reynslu. Besta þjálfunin er að vinna sem dómari. Þess vegna er mælst til þess við skipuleggjendur prófa að nota dómaranema sem aðstoðardómara. Dómaranemar skulu vera samþykktir af fulltrúa HRFÍ á prófinu. Í KF gengur neminn með sem dómaranemi ásamt tveim löglegum dómurum og hefur hann engin áhrif á dóminn.

6) Skránig í lokapróf.

Þegar neminn er nægilega undirbúinn skal hann senda inn ósk um að taka próf til dómara.

Áður en hann gengur til prófs skal dómararáð vera sammála um að hann hafi fengið eðlilega tilsögn og varðandi:

· þekkingu á prófreglum

· æfingu sem aðstoðardómari í öllum flokkum.

Til staðfestingar þessu leggur nemi fram dagbók sína.

7) Lokapróf.

Þegar neminn er nægilega undirbúinn að eigin mati og dómararáðs skal hann senda inn ósk um taka próf til dómara. Próf skal skipulagt og haldið þegar þörf er á og skal því stjórnað af reyndum veiðiprófsdómara sem dómararáð tilnefnir sem prófstjóra”.

Prófið tekur yfir tvo daga og lýkur með skriflegu prófi sem samanstendur af ca. 30 spurningum og lýsingum varðandi reglur og atvik í öllum flokkum við sæki- og vettvangsvinnu. Árangur skal vera yfir 70%.

Markmiðið með prófinu er að meta eiginleika og hæfileika dómaranemans sem dómara

Dómararáð leggur mat á persónulega hæfni nemans m.t.t.: almenna framkomu, heiðarleika, réttsýni, auðmýkt miðað við verkefnið og hæfileika til að tileinka sér þekkingu. Aðrir æskileigir eiginleikar eru hæfileiki til vandaðrar skráningar, eiginleiki til að meta og vinna úr uppákomum og veiðiatvikum og til að tjá sig bæði munnlega og skriflega.

Dómararáðið metur og skráir eftirtalda persónulega hæfni nemans á eyðublað 720E

Matið skal byggjast á eftirfarandi.

persónulegri framkomu / hátterni / siðfræði.
skráningarhæfileika
dómarahæfileika (hæfni til að meta veiðihæfni hunda og gera greina fyrir henni)
hæfileika til að tjá sig skriflega og munnlega
· kunnáttu á veiðiprófsreglum og hugtökum.

Í lokaprófinu skulu dómaranemar dæma hunda í UF, OF, KF í vettvangsvinnu og UF og OF í sækivinnu.

Lokaprófið má fara fram samhliða almennum veiðiprófum og skulu nemarnir þá dæma prófin á sjálfstæðan hátt, skrá umsögn á prófblað, kynna dómurum prófsins mat sitt á vinnu hundanna og að fengnu samþykki dómaranna gera þátttakendum grein fyrir framvindunni.

Dómararáð útbýr og yfirfer prófið og útskrifar dómarana, sem stjórn HRFÍ staðfestir.

8) Takmarkanir á viðurkenningum.

a. Nýútskrifaðir dómarar skulu ekki dæma í KF nema meðdómari þeirra hafi langa reynslu. Fulltrúi HRFÍ skal fylgja þessu eftir.

b. Nýútskrifður dómari skal ekki dæma án aðstoðardómara í OF og UF fyrstu tvö starfsár sín.

Athugasemd: Nýútskrifaðir dómarar hafa oft gefið til kynna að þeir óski ekki eftir að dæma einir strax eftir útskrift. Jafnframt hafa margir óskað eftir því að dæma með reyndum dómurum í KF. Flestir telja að þeir hafi ennþá ýmislegt að læra og það verði best gert með því að dæma með reyndum dómurum. Þetta er sérstaklega áríðandi í KF þegar halda þarf reiður á allt að 20 hundum og miklar kröfur um skipulagningu og skráningu. Það hefur einnig sýnt sig að nemarnir eiga erfiðast með að dæma KF og UF.

9) Upptaka prófs.

Það skal líða minnst tvö ár þar til að sá sem ekki stenst lokapróf í dómaranámi, þar til hann fær að reyna aftur við prófið.

Sjá nánar á slóðinni:  http://hansen.is/domarar/700Y.htm