Fuglahundadeild mynd 12
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7478689

Starfsemi


Deila
Fuglahundadeild


Markmiðið með starfsemi Fuglahundadeildar HRFÍ er að efla starfsemi og vinnu með veiðihunda, miðla þekkingu á veiðieiginleikum einstakra hundakynja og viðurkenndum aðferðum við þjálfun þeirra.

Starfsemi Fuglahundadeildar

Dagskrá FHD er fjölbreytt og er starfið jafnan blómlegast frá áramótum og fram til vors og einnig frá því um miðjan ágúst og fram að rjúpnaveiðitímanum.

FHD hefur opið hús í Sólheimakoti sjá kort  á laugar- eða sunnudagsmorgnum á tímabilinu frá því í janúar og fram í apríl ár hvert. Þar er boðið upp á skipulagða dagskrá; ýmist eru flutt fræðsluerindi um fuglahundasportið, þjálfunaraðferðir, veiðipróf, sýningar o.m.fl., haldnir eru kynningarfundir um það sem efst er á baugi í starfinu eða spjallað saman yfir kaffibolla. Í framhaldinu fara menn saman til æfinga í nágrenninu. Allt áhugafólk um fuglahundasportið er velkomið á opin hús FHD.



Veiðipróf

Hlutverk Fuglahundadeildar er m.a. að halda veiðihundapróf til að meta og staðfesta veiðigetu hunda með tilliti til ræktunar. Hlutverk deildarinnar er einnig að leggja grunn að markvissri hundarækt með hlutlægu og ábyrgu vali á ræktunardýrum og pörun þeirra m.a. með því að stuðla að þátttöku meðlima deildarinnar á hundasýningum, í veiðihundaprófum sem og læknisskoðunum á hundum í leit að arfgengum sjúkdómum.

Markviss ræktun standandi fuglahunda hefur að meginmarkmiði að tryggja hvolpakaupendum framtíðarinnar mjög góða rjúpnaveiðihunda, með gott skaplyndi. fuglahunda, án arfgengra sjúkdóma eða erfðagalla og með líkamsbyggingu sem hentar vinnu þeirra og samræmist ræktunarstaðli fyrir hundakynið.

Dagskrá veiðiprófa líðandi árs má sjá undir hlekknum veiðipróf