Fuglahundadeild mynd 6
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7310965

Vizsla


Deila


Heimaland: Ungverjaland.

Stærð: Rakki: 58-64 cm á herðakamb, tík 54-60 cm.
Litur: Feldurinn er gylltur (koníaksbrúnn) að lit. Nef er lítið eitt
dekkra en feldur og á það sama við um klær. Augu eru samlit
feldinum. Því má segja að vizslan sé algjörlega einlit. Að vísu er
ekki litið á hvítan blett á bringu eða á tám sem galla.

Ungversk vizsla er aldagamalt hundakyn og má finna fyrstu
skriflegu lýsingu á kyninu í „Illustrated Vienna Cronicle“ frá árinu
1357.

Í kjölfar síðari heimsstyrjaldar var vizslan næstum útdauð í
heimalandinu. Ungverjar óttuðust að Rússar myndu útrýma vizslunni
þar sem hún var tákn „aristókrata“. Nokkrum hundum var
smyglað til Austurríkis, Bandaríkjanna og nokkurra annarra landa
og tókst þannig að bjarga kyninu. Nú á síðustu árum hefur vizslan
verið í mikilli sókn og á sífellt auknum vinsældum að fagna víða
um heim.

Vizslan er líflegur hundur og tryggur sem myndar sterk bönd
við „fjölskyldu“ sína. En vizslan er fyrst og fremst góður veiðihundur
frá náttúrunnar hendi sem auðvelt er að þjálfa og kenna.
Vizslan bendir og sækir bæði á láði og legi og veiðir. Vizslan er
það sem kallað er alhliða veiðihundur.

Nánari upplýsingar um tegundina og væntanleg got gefur tengiliður
HRFÍ: Edda Sigurðardóttir eddaasig@gmail.com GSM 695-3551