Fuglahundadeild mynd 10
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7310998

Breton


Deila
Heimaland: Frakkland.

Stærð: Rakki: 48-51 cm. á herðakamb, tík 47-50 cm.

Litur: Breton er flekkóttur. Algengustu litir eru gul/hvítt og svart/hvítt
en einnig er til dökkbrúnt/hvítt. Breton getur einnig verið þrílitur.
Feldur er fíngerður og svolítið liðaður, en aldrei hrokkinn. Aftan á afturleggjum
er feldur þéttur og feldhárin löng. Hann er oft rófulaus eða
með mjög stutta rófu.

Breton á ættir sínar að rekja til Frakklands, nánar tiltekið til Bretaníuskaga.
Líklegt er talið að tegundin hafi orðið til við blöndun á spaniel
hundum, enskum og írskum setum og jafnvel pointer hundum. Breton
líkist að sumu leyti smávöxnum seta.

Eftir aldamótin 1900 komu Breton hundar fyrst fram á hundasýningum.
Árið 1908 varð til staðall tegundarinnar sem hafði þróast aldirnar á undan.

Breton er minnstur standandi fuglahunda, skynsamur og yfirvegaður.
Hann er ákafur, líflegur og vökull hundur með kraftmiklar og glæsilegar
hreyfingar. Breton er fjölhæfur veiðihundur sem hentar vel til veiða í skógi
eða á fjalli. Hann er bendir en auk þess er hann duglegur sækir hvort sem
er á landi eða í vatni.

Breton aðlagast auðveldlega umhverfi sínu auk þess sem stærð hans
og persónuleiki gera hann að hentugum fjölskylduhundi. Hann er vinnusamur
og skynsamur hundur sem vill geðjast húsbónda sínum. Hann er
skemmtilegur félagi sem nýtur þess að takast á við krefjandi verkefni.

Upplýsingar um tegundina og væntanleg got er að finna á heimasíðu
tegundarinnar breton.is.
Einnig er hægt að nálgast upplýsingar hjá tengilið HRFÍ sem er
Svafar Ragnarsson, svafarr@hotmail.com s.8609272.