Fuglahundadeild mynd 14
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7649606

Einkunnagjöf sýningar


Deila
Einkunnagjöf á sýningum

Tilgangur hundasýninga er að dæma hunda til einkunnar út frá útliti sínu og skapgerð miðað við staðal hundakynsins. Hundurinn er dæmdur án samanburðar við hunda sem skráðir eru í sama flokk. Þannig geta margir hundar í sama flokki, fengið sömu einkunn. Síðan kemur að sætaröðun.

Í flokki þar sem gæðadómur fer fram eru gefnar einunnirnar Excellent, Very good, Good, Sufficient og Disqualified. Auk þess getur hundur fengið Ekki hægt að dæma eða EHD. Ástæður þess að hundur fær EHD koma fram á umsagnarblaði hundsins. Dæmigerð ástæða er t.d. sú að hundurinn er haltur.

Skýring einkunna. Tekið úr sýningarreglum

Í flokki þar sem gæðadómur fer fram, eru eftirfarandi einkunnir gefnar:

Excellent: Hundurinn kemst mjög nálægt staðli hundakynsins að gerð og byggingu, sýndur í frábæru líkamlegu formi og í góðu andlegu jafnvægi; stórglæsilegur og af háum gæðum. Kostir hans sem fulltrúa hundakynsins eru svo augljósir að óverulegir útlitsgallar draga hann ekki niður; tilhlýðlegur munur er á tík / rakka.

Very good: Hundurinn er dæmigerður að gerð og bygging hans er í góðu jafnvægi. Líkamlegt form er gott. Minniháttar gallar eru þolanlegir, enda kemur engin þeirra niður á heilbrigðri byggingu hundsins. Þessa einkunn má einungis veita hundi sem býr yfir glæsileik.

Good: Hundurinn er viðunandi hvað varðar gerð, en hefur sýnilega galla.

Sufficient: Hundurinn er sæmilegur að gerð en er þó ekki týpiskur fulltrúi hundakynsins, eða í lélegu líkamlegu formi.

0 einkunn (Disqualified): Hundur er ekki dæmigerður að gerð og byggingu fyrir hundakynið; hann sýnir árásargirni eða hegðun sem er í algeru ósamræmi við eiginleika hundakynsins; hann er ekki með tvö eðlileg og rétt staðsett eistu, hann er með tann- eða kjálkagalla, litar- eða feldgalla eða er albínói. Þessi einkunn er einnig gefin hundi þar sem gerð eða bygging hans kemur niður á heilsu hans eða almennu heilbrigði og hundi sem er með galla sem er óásættanlegur (disqualifying) samkvæmt staðli hundakynsins.

Ástæður 0 einkunnar skal alltaf tilgreina í umsögn og á niðurstöðublaði. Hundur, sem í þrígang hefur fengið einkunnina 0 vegna skapgerðar / hegðunar, skal útilokaður frá keppni á hundasýningum HRFÍ.

Hundar sem ekki hljóta einhverja af ofangreindum einkunnum, ljúka keppni með umsögnina:

Ekki hægt að dæma (EHD). Þessi umsögn er gefin hundi sem á því augnabliki sem dómarinn er að dæma hann, hreyfir sig ekki, víkur sér undan handfjötlun og skoðun dómara t.d. á tönnum, líkamsbyggingu, skotti og eistum, stekkur stöðugt upp á sýnanda, reynir að komast út úr hringnum eða hegðar sér þannig eða er þannig á sig kominn líkamlega að ekki er hægt að dæma hreyfingar hans eða líkamsbyggingu. Sama getur átt við um hund sem dómari telur sig sjá merki um eða hefur ríka ástæðu til að gruna að aðgerð hafi verið gerð á eða hann meðhöndlaður þannig að það geti haft áhrif á dóm.

Ástæðu umsagnarinnar skal getið í umsögn og á niðurstöðublaði.

Einkunna-og verðlaunaborðar

Besti hundur tegundar (BOB): Rauður og gulur borði
Besti hundur af gagnstæðu kyni (BOS): Hvítur og grænn borði
Alþjóðlegt meistarastig (CACIB): Hvítur borði
Vara-alþjóðlegt meistarastig (Reserve CACIB): Appelsínugulur borði
Meistarastig: Borði í íslensku fánalitunum
Meistaraefni: Bleikur borði
Meistaranafnbót: Rauður og grænn borði
Heiðursverðlaun: Fjólublár borði

Einkunn í gæðadómi

Excellent : Rauður borði
Very good: Blár borði
Good: Gulur borði
Sufficient: Grænn borði
0.einkunn: Ekki gefinn borði
„Ekki hægt að dæma”: Ekki gefinn borði

Sætaröðun

1. sæti: Rauður borði
2. sæti: Blár borði
3. sæti: Gulur borði
4. sæti: Grænn borði

Vakni spurningar hjá sýnanda varðandi einkunnagjöf og borða skal hann snúa sér til starfmanns í sýningarhring (ekki dómara) sem getur leiðbeint um framhaldið.

Hundar og tíkur dæmast hvor í sínu lagi. Dómur skiptist í gæðaumsögn um hvern hund og keppni um sæti. Þegar dómari gefur gæðaumsögn, skoðar hann hundinn með tilliti til ræktunarmarkmiðs tegundarinnar og gefur einkunn ásamt skriflegri umsögn sem sýnandi fær afrit af. Venja er að festa einkunnaborða á sýningartaum.

Að loknum gæðadómi keppa þeir hundar sem náð hafa tilskyldum árangri um sætaröðun. Fjórir bestu hundar í hverjum flokki fá sæti hafi þeir fengið a.m.k. Very good.

Skráning í flokka miðast við aldur hundsins og þann árangur sem hann hefur náð áður. Hundur getur t.d. verið orðinn meistari og dæmist þá í meistaraflokki. Hundur skal hafa náð tilskildum aldri fyrir viðkomandi flokk daginn áður en sýning hefst. Staðfesting á árangri hunds t.d. veiðipróf, þarf að berast fyrir lok skráningafrests.

Vinnu og veiðihundaflokkur er fyrir hundakyn sem skila þurfa vinnuprófi til að geta orðið alþjóðlegir meistarar, sbr. sérreglur um meistara. Þessi flokkur er opinn hundum sem hafa uppfyllt kröfur skv. þeim og hafa náð 15 mán. aldri. Gefin er skrifleg umsögn og einkunn. hundar með a.m.k. Very good keppa um sætaröðun 1-4. þeir hundar sem teljast vera framúrskarandi fulltrúar hundakynsins geta hlotið Meistarefni. Hundar með meistarefni færast upp í keppni um besta rakka besta tík. Ath. að vottorð um árangur þarf að berast í síðasta lagi fyrir lok skráningar.

Besti rakki / besta tík

Allir hundar em hafa fengið einkunnina meistara efni, yfirleitt bleikur borði keppa um sætaröðun 1.- 4. og titilinn Besti rakki / Besta tík.

Besti hundur tegundar

Besti rakki og besta tík keppa um titilinn besti hundur tegundar. Hægt er að fá titilinn Besti hundur tegundar (fyrsta sæti) BOB og Besti hundur af gagnstæðukyni (annað sæti) BOS.

Besti hundur tegundar keppir um titilinn besti hundur tegundarhóps, þar hleypur hundur í tegundarhóp 7 með öðrum tegundum í tegundarhóp 7. Dæmi, Enskur setter með Vizlu, Breton og Weimaraner osfrv. sigurvegari fer þaðan og keppir sem fulltrúi tegundarhóps 7 um besta hund sýningar.

Fuglahundadeild stendur reglulega fyrir sýningaþjálfun, þar er hægt að fá nánari upplysingar um framgang sýninga.