Fuglahundadeild mynd 15
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7649595

Pudelpointer


Deila


Kynning á Pudelpointer.

Uppruni/saga

Í Þýskalandi árið 1881 var hafist handa við að para enskan pointer og standard púðlu til að fá hinn fullkomna alhliða veiðihund. Samkvæmt FCI er Pudelpointer meginlandshundur og tilheyrir fuglahundum í tegundarhópi 7. Pudelpointer er frekar sjaldgæf tegund í samanburði við aðrar tegundir í hópi 7 sem skýrist að stærstum hluta af því að hann er eingöngu látinn í hendur þeirra sem ætla að vinna með eðli hundsins.

Eðli

Pudelpointer er húsbóndahollur, fljótur og viljugur að læra sem auðveldar alla umgengni í vinnu og á heimili. Hann er áhuga- og vinnusamur um öll verkefni sem honum eru sett fyrir sem einfaldar þjálfun. Frábært þefskyn sem er áberandi í allri vinnu hjá hundinum. Yfirvegaður á alla lund, ekki hræddur við áreiti og hefur mikla leitar- og sóknarhæfileika á landi sem vatni.

Á heimili

Góður heimilishundur, glaðlyndur og fljótur að aðlagast aðstæðum en ávallt skal huga að því að skilja hund/-a ekki eftir einann með börnum. Hundur skal ávallt vera í búri þegar hann er einn heima og hann hafi sinn samastað þar sem hann geti verið í rólegheitum sé hann laus á heimili.

Þjálfun/hreyfing

Þarf reglulega hreyfingu og nokkuð krefjandi verkefni til að leysa hvort heldur á landi og/eða vatni.

Feldur/stærð

Þrjú mismunandi lita- og feldafbrigði eru samþykkt. Einlitur dökkbrúnn, ljósbrúnn eða svartur feldur, ásamt því að hvítir flekkir á bringu og löppum eru leyfðir.  Feldurinn er samsettur af stuttum og löngum hörðum hárum í mismunandi grófleikum í bland við mjúkan þéttan undirfeld. Áberandi skegg og loðnar augabrúnir einkenna sterkan svip. Ekki kulsækinn, fer lítið úr hárum og þarf enga sérstaka feldhirðu.

Hæð á herðakamb/þyngd

Hundar 60 – 68 cm / 27 - 33 kg.

Tíkur 55 – 63 cm / 23 – 29 kg.

 

Heilsa

Pudelpointer er almennt heilsuhraustur og lífslíkur eru frá 13 – 16 ár.  Krafa um mjaðmamyndun fyrir ræktun.

 

Ræktandi á Íslandi:

Ræktunarnafn: Hulduhóla

Nafn: Atli Ómarsson

Sími: 660-2843

Netfang: arcticpudelpointer@gmail.com

Likesíða fb: https://www.facebook.com/arcticpudelpointer