Fuglahundadeild mynd 15
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7310963

Fréttir


Vetplus gefur Gomega Omega-3 olíu í verðlaunasæti

15.4.2024
Stækka mynd
Gomega

VetPlus/Fjölráð ætla að gefa Gomega olíu í verðlaun fyrir besta hund í hverjum flokki hvorn dag í meginlandshundaprófi FHD 20.-21. apríl.

Gomega er öflugt þríhreinsað Omega-3 fæðubótarefni fyrir hunda sem kemur í lofttæmdri skammtadælu.
Omega-3 olía (EFA) eru lífsnauðsynlegar fitusýrur.
 
Þær gegna ýmsum mikilvægum hlutverkum í líkamanum, þar á meðal að styðja við frumubyggingu, stuðla að heilbrigðum vexti og þroska ásamt því að vinna gegn bólgum.

Sýnt hefur verið fram á að Omega-3 EFA geta haft margvíslegan ávinnig fyrir heilbrigði hjarta-og æðakerfis ásamt heilbrigði nýrna. Auk þessa er Omega-3 olían góður stuðningur við húð, feld, heila og liði.
 
Gomega er mjög há í styrk og er búin að fara í gegnum mörg hreinsunar- og þéttunarferli sem tryggir að olían stendst hreinleika staðla með lágmarks mengunargildum. Almennt gildir um fiskiolíur að þær innihalda öllu jafnan einhverja mengun í formi þungmálma. EFA olía er einnig mjög viðkvæm fyrir oxun en til að verjast þessu er Gomega í lofttæmdri skammtadælu.

Allir njóta góðs af viðbótar Omega-3 fæðubótarefnum.