Fuglahundadeild mynd 5
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7478527

Fréttir


Áfangafellsprófið 20-22. september

26.8.2024
Stækka mynd
Veiðipróf Fuglahundadeildar, Áfangafellsprófið, verður haldið 20-22. september. Prófið verður haldið á Auðkúluheiði.

Þrír dómarar dæma prófið. Þeir eru Unnur Unnsteinsdóttir, Einar Kaldi Örn Rafnsson og Kalle Stolt. Þeir hundar í UF og OF sem eru skráðir í alhliðapróf (fullkombinert) og ná einkunn á fjalli fara í sækihlutann í beinu framhaldi sama dag.
Þar sem prófað verður bæði í alhliðaprófi og heiðapróf mun það hafa áhrif á hópaskiptingar.

Fulltrúar HRFÍ verða Unnur Unnsteinsdóttir og Einar Kaldi Örn Rafnsson. Prófið verður sett alla dagana á Blönduósi kl 9:00






Dagskrá:
20. sept. verða prófaðir UF/OF ásamt alhliða(fullkombinert)
21. sept. verða prófaðir UF/OF ásamt alhliða(fullkombinert)
22. sept. verður KF

Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki báða dagana auk verðlauna fyrir sæti í keppnisflokki.
Deildin mun einungis leggja til máv fyrir sækihluta prófs. Þeir þátttakendur sem óska eftir máv vinsamlegast látið prófstjóra vita. Aðra bráð verða leiðendur að útvega sjálfir.

Vakin er athygli að sauðfé gæti verið á svæðinu en smalað verður á heiðinni dagana á undan prófinu.

Skráning í prófið:

Fuglahundadeild mun sjá um skráningu í prófið í samvinnu við HRFÍ.  Millifæra skal inn á reikning HRFÍ númer 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 eða hafa samband við skrifstofu HRFÍ  símleiðis í 588 5255 þar sem greitt er með því að gefa upp kortanúmer.


Nafn hunds þarf að koma fram í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com. Greiða þarf þátttökugjald samtímis og skráð er í próf til að skráning verði gild.
Einnig þarf að senda staðfestingu á greiðslu félagsgjalda á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com.



Veiðipróf einn dagur 7.630 kr.
Veiðipróf 2ja daga 11.390 kr.
Veiðipróf 3ja daga 15.150 kr.​


Við skráningu þarf að koma fram:
-Nafn eiganda
-Nafn hunds
-Ættbókarnúmer
-Nafn leiðanda
-Hvað flokk er skráð í
-Hvaða daga
-Hvort skráð er í alhliðapróf eða eingöngu heiðapróf
-Prófnúmer 502410







Gisting á Blönduósi:
Lárus í Glaðheimum til að bóka gistingu:
gladheimar@simnet.is
Sími 820 1300

Skráningarfrestur rennur út á miðnætti mánudaginn 16. september.
Frekari upplýsingar gefur prófstjóri Haukur Reynisson, fuglahundadeildfhd@gmail.com

Styrktaraðilar prófs eru platinum.is  og  Vetplus.is