Góð mæting og mikill áhuga var fyrir námskeiði sem haldið var um helgina. Deildirnar þakka Alexander Kristiansen fyrir að koma og deila þekkingu sinni og reynslu.
Ef einhverjum spurningum varðandi sóknarvinnu er enn ósvarað (td. hvernig má leysa ákveðin vandamál sem koma upp við þjálfun, hvernig má auka vilja í vatn eða...) er hægt að senda inn spurningar hér í commenti eða á fuglahundadeildfhd@gmail.com til og með miðvikudagsins 30. Apríl. Alexander mun svara um leið og hann getur, jafnvel með myndskeiði.
Endilega nýtið ykkur þetta tækifæri.
Vorstehdeild, Fuglahundadeild og Deild Enska Setans