Fuglahundadeild mynd 7
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7373788

Fréttir


Alfred Sæther

26.5.2009
Stækka mynd
Alfred Sæther er t.h., t.v. er Thorbjørn Austvik
Alfred Sæther hefur verið í fuglahundasportinu í fjölmörg ár, en hann eignaðist sinn fyrsta enska seta árið 1981, hún hét Prikkens Mirja úr ræktun Svein Heglum. Alls hefur Alfred átt 10 enska seta og er ræktunarnafn hans Rangelfjellet’s.

Allir hundar Alfreds hafa náð 1. einkunn á veiðiprófi og af þeim hafa fjórir orðið veiðimeistarar, NJCH Lundevangens Joy, NJCH, NUCH Rangelfjellets Siss, NVNMV-95, NJCH Rangelfjellets Britta og NVNMH-99, NJCH Rangelfjellets Orion. Orion hefur unnið Norges Cup veiðikeppnina og einnig verið valinn ársins besti enski setinn. Siss hefur einnig verið valin besti enski setinn og orðið önnur í Norges Cup veiðinni.

Þeir hundar sem ég á í dag eru Rangelfjellets Majken, 12 ára, Åsvangens Rigel, 5 ára (sonur Orions) og Rangelfjellets Miss Putte sem er 2 ára.

Alfred varð veiðiprófsdómari 1988 og hefur starfað allan þann tíma sem og við kennslu dómaranema, en hann er umsjónarmaður dómaramála í Mið-Noregi.