Fuglahundadeild mynd 7
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7309700

Fréttir


Geir Haugen

14.8.2009
Stækka mynd
Geir Haugen
Geir Haugen er uppalinn í litlu þorpi á vesturlandinu sem heitir Hornindal. Hann býr ásamt konu sinni Tonje og 12 ára dóttur í Lier sem er í. 40 km fjarlægð frá Oslo. Áhugamál hans eru íþróttir, tónlist, og veiðar, bæði fisk- og skotveiðar.

Hann er kennari með aðaláherslu á líkamsrækt, en s.l. tíu ár hefur hann starfað í einkageiranum..
Þau hjón eru með Furunakken Kennel og eru með þrjá írska seta auk sjö nýfædda hvolpa sem Furunakkens Freya átti. Freya var skógarfuglshundur ársins 2008 og er einnig með titilinn NUCH, þ.e. norskur sýningarmeistari.

Heimasíða Furunakken Kennel er í burðarliðnum.

Geir útskrifaðist sem dómari 2006 og hefur dæmt mikið síðan m.a. á skógfuglsprófum í Noregi.