Fuglahundadeild mynd 7
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7311137

Stjórn

Samkvæmt starfsreglum ræktunardeilda HRFÍ skal stjórn ræktunardeildar skipuð fimm félagsmönnum. Einungis þeir sem hafa verið félagsmenn í HRFÍ í tvö ár geta gefið kost á sér í stjórn ræktunardeildar. Kosning í stjórn ræktunardeildar fer fram á ársfundi deildarinnar ár hvert. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Endurkjör er leyfilegt. Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild, eru skráðir í deildina og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra.Á ársfundi FHD í júní 2008 voru þau Egill Bergmann, Hulda Jónasdóttir og Kristinn Einarsson kosin í stjórn deildarinnar til tveggja ára.Á ársfundi FHD í apríl 2009 voru Haukur Reynisson og Ólafur E. Jóhannsson kosnir í stjórn deildarinnar til tveggja ára.Á ársfundi FHD 2010 gekk Kristinn Einarsson úr stjórn og í hans stað var kosinn Henning Þór Aðalmundsson.Á fyrsta stjórnarfundi eftir ársfund skipti stjórnin með sér verkum.Á ársfundi FHD 2011 gengu úr stjórn Haukur Reynisson, Ólafur E. Jóhannesson og Henning Þór Aðalmundarson.  Í þeirra stað voru kosnir Arna Ólafsdóttir, Jón Ásgeir Einarsson og Vilhjálmur Ólafsson.

Á ársfundi FHD 2013 gengu úr stjórn Egill Bergmann og Bragi Egilsson. Í þeirra stað voru kosin Henning Þór Aðalmundsson og Kristín Jónasdóttir. Jón Ásgeir Einarsson gaf kost á sér aftur til tveggja ára.

Á ársfundi FHD 2014 gengu úr stjórn þeir Þorsteinn Friðriksson og Vilhjálmur Ólafsson.  Í þeirra stað voru kosnir Einar Guðnason og Daníel Kristinsson til tveggja ára.

Á ársfundi FHD 2015 gengu úr stjórn þeir Henning Aðalmundarsson og Jón Ásgeir Einarsson.  Í þeirra stað voru kosin Albert Stengrímsson og Unnur A. Unnsteinsdóttir til tveggja ára.

Á ársfundi FHD 2016 gengu úr stjórn þeir Daníel Kristinsson og Einar Guðnason. Í þeirra stað voru kosin Guðbjörg Guðmundsdóttir og Þorsteinn Friðriksson til tveggja ára.

Á ársfundi FHD 2017 gengu úr stjórn þeir Albert Steingrímsson og Þorsteinn Friðriksson. Í þeirra stað voru kosin Hulda Jónasdóttir til eins árs og Atli Ómarsson til tveggja ára.

Á ársfundi FHD 2018 gengu úr stjórn þær Hulda Jónasdóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir. Í þeirra stað voru kosnir Haukur Reynisson og Jón Ásgeir Einarsson til tveggja ára.

Á ársfundi FHD 2019 gáfu Atli Ómarsson, Kristín Jónasdóttir og Unnur A. Unnsteinsdóttir kost á sér aftur til tveggja ára.

Á ársfundi FHD 2020 gekk Haukur Reynisson úr stjórn og í hans stað var kosinn Bragi Valur Egilsson. Jón Ásgeir Einarsson gaf kost á sér aftur til tveggja ára. 

Á ársfundi FHD 2021 gáfu Atli Ómarsson, Kristín Jónasdóttir og Unnur A. Unnsteinsdóttir kost á sér aftur til tveggja ára.

Á ársfundi FHD 2022 gengu Jón Ásgeir og Bragi Valur úr stjórn. Í stjórn voru kosnir Haukur Reynisson og Viðar Örn Atlason 

Á ársfundi FHD 2023 gengu úr stjórn Kristín Jónasdóttir, Unnur Unnsteinsdóttir og Atli Ómarsson. Í stjórn voru kosin Gunnar Magnússon, Valdimar Bergstað, Guðrún Helga Steinsson og Arna Ólafsdóttir. 

Stjórn HRFÍ setur deildum félagsins starfsreglur. Starfsreglur ræktunardeilda HRFÍ má nálgast hér.

  • Formaður Haukur Reynisson thr.crew@icelandair.is 8960685
  • Gjaldkeri Arna Ólafsdóttir arna_olafs@hotmail.com 8671740
  • Ritari Guðrún Helga Steinsdóttir 8985663
  • Meðstjórnandi Gunnar Magnússon 8955457
  • Meðstjórnandi Valdimar Bergstað 8662133