Fuglahundadeild mynd 3
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7571570

Sýninganefnd

1. Sýninganefnd starfar í umboði stjórnar FHD sem skipar í nefndina. Hún ber ábyrgð á að sýningar á vegum deildarinnar séu í samræmi við lög og reglur HRFÍ. Verkefni sýninganefndar eru þessi:

a. Að annast verklega framkvæmd sýninga á vegum deildarinnar og aðra umsýslu vegna slíkra sýninga. Að sinna verkefnum FHD vegna sýninga HRFÍ.
b. Að gera tillögur til stjórnar FHD um sýningar á vegum deildarinnar og þátttöku í sýningum eða öðrum atburðum sem deildinni býðst að taka þátt í.
c. Að gera tillögur til stjórnar FHD um dómara á sýningum deildarinnar.
d. Að annast um sýningaþjálfun á vegum FHD og útvegar húsnæði, aðstoðarfólk og gerir aðrar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru vegna sýningaþjálfunar.
e. Að annast gerð sýningarskráa, öflun styrkja og/eða auglýsinga vegna slíkrar útgáfu.
f. Að útvega verðlaugagripi og viðurkenningarskjöl eftir því sem reglur deildarinnar og HRFÍ heimila hverju sinni.
g. Að leysa ágreiningsmál sem upp kunna að koma á sýningum. Reynist ekki mögulegt að leysa deilumál á staðnum, skal þeim vísað til stjórnar HRFÍ og er úrskurður hennar endanlegur.

2. Sýninganefnd annast um og framkvæmir eftirtalin atriði að fenginni beiðni stjórnar FHD þar um.

h. Gerð kostnaðaráætlunar vegna sýninga á vegum deildarinnar, að annast um samskipti við stjórn HRFÍ og sinna nauðsynlegri gagnaöflun vegna slíkra sýninga.
i. Að útvega húsnæði fyrir sýningar á vegum deildarinnar.
j. Uppsetningu og niðurtekt sýningarbása FHD á deildarsýningum, á sýningum HRFÍ og mönnun þeirra.
k. Að útvega dómara fyrir sýningar á vegum deildarinnar.
l. Að koma öllum úrslitum sýningar til HRFÍ að sýningu lokinni. Jafnframt að koma upplýsingum um úrslit í viðeigandi gagnagrunn og á heimasíðu FHD.
Sýninganefnd getur kallað félagsmenn til aðstoðar vegna verkefna sinna eftir því sem hún telur þörf á hverju sinni.

Starfsárið 2020-2021 er ekki starfandi sýninganefnd á vegum deildarinnar. 

Eydís Elva Þórarinsdóttir situr sem fulltrúi Fuglahundadeildar í sýninganefnd HRFÍ. 

Um sýninganefnd HRFÍ segir: „Hlutverk sýninganefndar er að skipuleggja sýningar félagsins og annast verklega framkvæmd sýninga. Sýninganefnd er stjórn HRFÍ og deildum félagsins ráðgefandi varðandi sýningarmálefni almennt.“

Sýningarnefnd FHD er skipuð : 
Anna Dilja Guðmundsdóttir 
Bjarni K. Sigurjónsson 
Guðrún Helga Steinsdóttir