Fuglahundadeild mynd 1
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7571610

Endurskoðunarnefnd

Nefnd Fuglahundadeildar um endurskoðun veiðiprófsreglna 

 

Stjórn Fuglahundadeildar (FHD) skipar nefnd um endurskoðun veiðiprófsreglna fyrir tegundarhóp 7. Í nefndinni eiga sæti þrír félagar í deildinni og starfar nefndin í umboði stjórnar FHD.

Nefndin ber ábyrgð á að taka á móti og fara yfir tillögur sem berast FHD og varða breytingar á veiðiprófsreglum fyrir tegundarhóp 7.


Eftir lok veiðiprófa að hausti ár hvert skal nefndin bera framkomnar tillögur að breytingum undir sambærilegar nefndir annara deilda í tegundarhópi 7. 


Við endurskoðun og meðferð tillagna til breytinga á veiðiprófsreglunum skal fara eftir ákvæði 12. gr. veiðiprófsreglna HRFÍ sem tóku gildi 1. janúar 2014, svohljóðandi:

 
„12. Breytingar á veiðiprófsreglum fyrir tegundahóp 7.

Heildarendurskoðun veiðiprófsreglna skal fara fram á 5 ára fresti að frumkvæði deilda í tegundarhópi 7.  Starfandi deildir í tegundahóp 7 skulu tilnefna 1 fulltrúa hver í endurskoðunarnefnd og skal nefndin fara yfir innkomnar 
athugasemdir við gildandi reglur, taka afstöðu til þeirra, kynna breytingar, kalla eftir athugasemdum frá félagsmönnum, stjórnum deildanna og dómararáði áður en hún skilar fullmótuðum tillögum til stjórnar HRFÍ til samþykktar.
Reglurnar eru þó alltaf opnar fyrir minniháttar breytingum á milli heildarendurskoðanna ef brýn nauðsyn er á. 
Stjórnir deildanna skulu þá koma saman og ræða slíkt og leggja fyrir HRFÍ til samþykkis ef breytinga er þörf.  
Einhugur allra stjórna í tegundhópi 7 þarf að ríkja um slíkar breytingar.“

Endurskoðunarnefnd veiðiprófsreglna byggðar á norsku regluverki

Dagfinnur Ómarsson 

Bragi Valur

Haukur Reynisson

Endurskoðunarnefnd veiðiprófsregla fyrir meginlandshundapróf

Kristín Jónasdóttir

Sigrún Hulda Jónsdóttir

Unnur A. Unnsteinsdóttir