Fuglahundadeild mynd 4
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7373790 

Árangur helgarinnar og einkunnir

22.7.2024
Stækka mynd

Árangur á sækiprófi FHD 20-21. Júlí
FHD þakkar öllum þátttakendum , starfsmönnum og styrktaraðilum Vetplus og Platinum fyrir frábærlega vel heppnaða helgi.

Árangur á sækiprófi FHD 20. Júlí


Frábær dagur í blíðskapar veðri og góður árangur náðist á marga hunda.

Þetta var sögulegur dagur því í fyrsta skipti hérlendis var skráður hundur í elítuflokk sem þurfti að leysa þrautir eftir erfiðleikastuðli 3 skv meginlandsreglum.

Því var í fyrsta skipti lagður ferningur (50x50m ferningslaga svæði með fjórum mismunandi bráðum á og þar af eitt rándýr (minkur í dag), leiðandi stendur á ákveðnum stað á meðan hundur sækir innan fernings.

Vatnavinnan fór þannig fram að hundur var sendur í blinda 50m sókn í vatn (hundur sá ekki kast og ekki var skotið) þegar hundur er á leið í land með fyrsta fugl er skotið og öðrum fugli kastað til hliðar við hundinn en hundur þarf að klára fystu sóknina áður en lagt er af stað í seinni sóknina.

Sporið er 300m langt og bráðin þarf að vera 3,5-7kg.

Watereagons Engel/Rex leysti þetta allt saman af stakri snilld og skilaði risa stórri grágæs ca 4,5Kg úr þessu 300m langa spori, gæsin var einnig ein af 4 bráðum í ferningnum.

meira..

Prófsetning og rásröð

18.7.2024
Stækka mynd

Prófið verður sett stundvíslega kl.9:00 við afleggjarann að Vigdísarvöllum. Keyrt er eftir Krýsuvíkurvegi í átt að Kleifarvatni þar til komið er að afleggjaranum að Vigdísarvöllum (sjá mynd).


Minni á að taka bráð með í prófið. Í norsku prófi er heimilt að nota dummy þakið vængjum í vatnavinnu en bráð (fersk, þídd eða frosin í aðrar þrautir). Í sænsku prófi þarf að nota þiðna bráð í allar þrautir (spor og vatn).

Þátttökulisti í sækiprófi FHD 20-21 júlí

17.7.2024
Stækka mynd

Þátttökulisti fyrir sóknarpróf FHD 20.-21.júlí 2024 sjá hér neðar í skjalinu
Platinum gefur vegleg verðlaun í sækiprófið 20-21, júlí.

Platinum mun gefa verðlaun fyrir besta unghund, besta hund í byrjendaflokki, besta hund í opnum flokki og besta hund í Elítu flokki laugardag og sunnudag. Allir hundar með 1.einkunn fá verðlaun og þátttakendur fá þátttökuverðlaun.

Bestu hundar í hverjum flokki munum fá í verðlaun Platinum 5kg þurrfóður og 2 Menu 375g blautmats fernur.


Sjá nánari útlistun á verðlaunum hér fyrir neðan í skjalinu.

Vetplus gefur verðlaun í sækiprófi FHD 20-21. júlí

13.7.2024
Stækka mynd


Vetplus gefur vegleg verðlaun í sækiprófið 20-21, júlí.

Vetplus mun gefa verðlaun fyrir besta unghund, besta hund í byrjendaflokki, besta hund í opnum flokki og besta hund í Elítu flokki laugardag og sunnudag.

Bestu hundar í hverjum flokki munum fá  í  verðlaun frá Vetplus Vetsalve  og Coatex.

Sjá nánari útlistun á verðlaunum hér fyrir neðan í skjalinu.


Platinum gefur verðlaun í sækiprófi FHD 20-21. júl

13.7.2024
Stækka mynd

Platinum gefur vegleg verðlaun í sækiprófið 20-21, júlí.

Platinum mun gefa verðlaun fyrir besta unghund, besta hund í byrjendaflokki, besta hund í opnum flokki og besta hund í Elítu flokki laugardag og sunnudag. Allir hundar með 1.einkunn fá verðlaun og þátttakendur fá þátttökuverðlaun.

Bestu hundar í hverjum flokki munum fá í verðlaun Platinum 5kg þurrfóður og 2 Menu 375g blautmats fernur.


Sjá nánari útlistun á verðlaunum hér fyrir neðan í skjalinu.


Skráningarfrestur í sækipróf FHD 20-21 júlí

9.7.2024
Stækka mynd


Skráning er hafin í sækipróf Fuglahundadeildar sem fram fer dagana 20.-21. júlí n.k. þar sem boðið verður upp á UF, OF og EL báða daga. Þátttakendum stendur til boða að taka þátt í sækiprófi samkvæmt norskum reglum eða eftir sænskum reglum fyrir meginlandshunda.

Sækipróf FHD 20-21 júlí

6.7.2024
Stækka mynd


Minnum á sækipróf Fuglahundadeildar sem fram fer dagana 20.-21. júlí n.k. þar sem boðið verður upp á UF, OF og EL báða daga. Þátttakendum stendur til boða að taka þátt í sækiprófi samkvæmt norsk/íslenskum reglum eða eftir sænsk/íslenskum reglum fyrir smeginlandshunda.

Sækiæfing í dag

10.6.2024
Stækka mynd

Minnum á sækiæfingu í dag kl 18. Mæting við Sólheimakotsafleggjarar kl 18

Deildarsýning hjá tegundarhóp 7 í húsnæði HRFÍ

17.5.2024
Stækka mynd

Sýning fyrir allar tegundir í tegundahópi 7 og einnig ungir sýnendur.


*** ATH AFTUR BREYTT STAÐSETNING VEGNA VEÐURS ***
Í húsnæði HRFÍ , Melabraut 17, Hafnarfirði  19.maí kl. 9.

Dómarar: Catherine Collins frá Írlandi dæmir tegundahóp 7 og Vaka Víðis unga sýnendur.

En í staðinn fyrir að vera í rokinu og rigningunni á Víðistaðatúni ætlum við að færa okkur í Húsnæði HRFÍ, Melabraut 17, Hafnarfirði. Sjáumst hress og kát á sunnudaginn.

Platinum mun gefa verðlaun í keppni ungar sýnenda.

meira..

Meginlandshundapróf 21. apríl, árangur

22.4.2024
Stækka mynd

Meginlandshundapróf 21. apríl árangur

Seinni dagur meginlandshundaprófs Fuglahundadeildar var haldið í dag í ágætis veðri.
Prófað var í tveim flokkum Opnum og Elitu. 

Dómari var Patrik Sjöström frá Svíþjóð.


meira..