Fuglahundadeild mynd 1
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 8275097

Fréttir


Sækipróf FHD 9.-10. ágúst

8.7.2025
Stækka mynd
Rex skilar mink
Minnum á sækipróf Fuglahundadeildar sem fram fer dagana 9-10. ágúst n.k. þar sem boðið verður upp á UF, OF og Elítu-flokk báða daga. Þátttakendum stendur til boða að taka þátt í sækiprófi samkvæmt norsk/íslenskum reglum eða samkvæmt sænskum/íslenskum reglum fyrir meginlandshunda.


Gæs lögð út í spor fyrir Elítu-flokk 2024




Dag Teien


Dómari Dag Teien frá Svíþjóð.
Prófstjórar Haukur og Kristín


Dag Teien er virtur norskur dómari sem hefur búið um nokkurra ára skeið í Svíþjóð. Hann hefur mikla reynslu sem dómari og hefur dæmt víða um evrópu og á norðurlöndunum. Dag Teien hefur ræktað Vorsteh hunda undir ræktunarnafninu Teiens Kennel. Dag hefur einnig dæmt nokkur próf áður á íslandi og haldið námskeið og fyrirlestra tengt meginlandshundaprófum. 

Linkur inn á reglurnar á vef Fuglahundadeildar hér fyrir neðan:







Spor með stórri bráð minst 3,5kg


Hlökkum til að sjá ykkur í prófinu í ágúst, upplýsingar um skráningu hér fyrir neðan 


Skráningarfrestur er til miðnættis, mánudagsins 4. ágúst n.k.

Fuglahundadeild mun sjá um skráningu í prófið í samvinnu við HRFÍ. 
Millifær skal inn á reikning HRFÍ númer 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249.

Nafn hunds þarf að koma fram í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com
Greiða þarf þátttökugjald samtímis og skráð er í próf til að skráning verði gild.


Í skráningunni þarf að koma fram : 

Nafn eiganda
Nafn hunds
Ættbókanúmer
Nafn leiðanda
Prófnúmer:  502508
Í hvaða flokk er skráð
Staðfesting á greiðslu þátttökugjalds. 

Veiðipróf - 8.000 kr.

Veiðipróf 2ja daga - 11.900 kr.



Viltu bæta orku og út hald smelltu á myndina til að sjá nánar